/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Mátunardagur handboltans mán 16.okt

 

Auglýsing frá Barna og unglingaráði Handknattleiksdeildar.

 

Kæru foreldrar

Í NORA er nú hægt að panta ERREA keppnistreyju með merkingu, stuttbuxur, hettupeysu og Select handbolta á góðu verði. Fyrirkomulagið verður þannig að ganga þarf frá pöntun og greiða vöruna fyrir 25. október 2017 (þá lokar fyrir skráningu). Greiðsla er forsenda þess að pöntun verði lögð inn (ekki er miðað við eindaga). Barna- og unglingaráð tekur síðan saman allar greiddar pantanir, sendir áfram, sækir og kemur þeim síðan áfram í Mosfellsbæinn. Afhendingartími fer eftir birgðarstöðu hjá umboði. Stefnum á að það taki ekki lengur en þrjár vikur.

 

Vörurnar í Nora má finna undir: Mínir iðkendur-velja þarf flipann námskeið/flokkar í boði. Þá kemur upp Handknattleiksdeild Barna og unglingastarf (búningasala KK og KVK). Hægt er að velja úr sex möguleikum: Hettupeysa, Keppnissett (Rauð treyja og svartar stuttbuxur), keppnistreyja, stuttbuxur og boltar.

1. Keppnistreyja með merkingu (nafn, númer, auglýsing 

framan á): 5000 kr.

2. Hettupeysa-svört (með UMFA logo): 6500 kr. (Errea Maddi Full Zip hooded).

3. Select bolti: 3500 kr. Light grippy stærð 0 eða 1

4. Select bolti:4000 kr. Ultimate replica stærð 2 eða 3

5. Stuttbuxur: 1400 kr.

6. Keppnissett: 6400 kr.

Stærðir í boði fyrir treyju: 3YXS (104-116 sm), 2YXS (116-128 sm), YXS (128-140 sm), XXS (140-152 sm), XS (152-164 sm), small, medium, large, xlarge, 2x large, og 3x large.

Þeir sem panta treyju þurfa nauðsynlega að setja í athugasemd eftirfarandi upplýsingar: Stærð auk nafns og númer sem kemur aftan á treyjuna. Mikilvægt að það gleymist ekki áður en farið er yfir á staðfestingarsíðu. Þeir sem panta bolta geta valið á milli stærðar 0 , 1, 2 eða 3 og þurfa skrá stærð í athugasemd.

 

Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar mun standa fyrirmátunardegi mánudaginn 16. október milli 18-21 í Vallarhúsinu að Varmá. Stefnt er að því að hafa allir stærðir til sýnis.

Við hvetjum foreldra til að nýta sér þetta góða tilboð. Ef fyrirspurnir vakna má senda línu á Atla Viðar í Barna- og unglingaráði (atlivb@gmail.com).

Áfram Afturelding.

Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Aftureldingar