/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Öflugur liðsstyrkur í meistaraflokki kvenna

 

Hildur Karen Jóhannsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning.
Hildur Karen er uppalin Fjölnisstelpa sem byrjaði að æfa handbolta 7 ára gömul. Hildur Karen gekk til liðs við Fylki í 4.flokki og hefur spilað þar síðan og staðið sig vel. Hildur hefur tekið þátt í öllum yngri landsliðum í gegnum tíðina og er frábær viðbót í okkar hóp.
Við erum himinlifandi með það að Hildur Karen hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og erum þess fullviss að hún passi vel inní liðið og muni blómstra í UMFA-búningnum.

Við bjóðum Hildi Karen hjartanlega velkomna í Mosfellsbæinn.