/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Stelpurnar okkar sigruðu Víking

 

Góður sigur hjá stelpunum okkar er þær spiluðu við Víking í gær að Varmá. Lokatölur urðu 22-19 eftir á staðan í hálfleik var 14 - 10.

Mörk Aftureldingar
Paula Chirilá 5 mörk
Ragnhildur Hjartardóttir 5 mörk
Telma Rut Frímansdóttir 5 mörk
Jónína Líf Gísladóttir 3 mörk
Íris Kristín Smith 2 mörk
Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1 mark
Drífa Garðarsdóttir 1 mark.

Mörk Víkings
Alina Molikova 13 mörk
Ásta B Agnarsdóttir 3 mörk
Sigríður R.Ólafsdóttir 2 mörk
Ragnheiður G Gústafsdóttir 1 mark.

Þökkum Víking fyrir leikinn og óskum stelpunum okkar til hamingju með sigurinn