/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Þóra María maður leiksins í dag í Póllandi

 

Þóra María hélt til Póllands ásamt U17 ára landsliði Íslands á fimmtudaginn til að spila tvo vináttulandsleiki við Pólska landsliðið en það er tveimur stykrleikaflokkum fyrir ofan ísland.  Stelpurnar biðu í lægri hlut í fyrri leiknum með 7 mörkum en gerðu jafntefli í dag 27-27.

Þóra María okkar átti  frábæran leik í dag og var valin leikmaður leiksins.

 

Óskum Þóru okkar innilega til hamingju með frábæran árangur og góðrar heimkomu.