/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Þóra María spilar með U17 ára landsliði Ísland í Póllandi

 

Þóra María Sigurjónsdóttir spilar með U17 ára landsliði ísland í Póllandi

Stelpurnar spiluðu fyrri vináttu leik sinn við Pólland í Kwitzyn í gær. Niðurstaðan varð sjö marka tap 32-25 eftir kafalskiptan leik. 

Það var gríðarlega góð reynsla fyrir stelpurnar að fá að mæta svona sterku liði á erfiðum útivelli. Við heyrðum í Þóru í gær og er hópurinn staðráðinn í að gera betur í seinni leik liðanna sem fer fram í dag á sama stað og kl 15 að íslenskum tíma.  

Óskum Þóru okkar góðs gengis í dag sem og góðrar heimkomu.