/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Tilkynning frá handknattleiksdeild Aftureldingar

 

Vegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri:

Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf  karlaliðsins  fram um síðustu helgi.

Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.

Haldin var  fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur.   Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en  aðeins  fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.

Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna.

Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.

Með handboltakveðju,
Inga Lilja Lárusdóttir
formaður handknattleikdeildar