/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Aðalfundur karatedeildar 16. mars

Hér með er boðað til aðalfundar karatedeildar Aftureldingar þann 16. mars n.k. Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu kl. 19.30 og eru allir velkomnir á fundinn. Óskað er eftir liðsauka í stjórnina og hvetjum við félagsmenn til að gefa kost á sér í stjórn eða varastjórn. Nánari upplýsingar veitir Anna Olsen / karate@afturelding.is

 

Dagskrá fundar:

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.
4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum
deildarinnar,sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera
aðalstjórnar.
6. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 7. Kosningar:
a) Kosinn formaður og varaformaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn. 8. Önnur mál.
9. Fundarslit.