/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Aðalfundur Karatedeildar Aftureldingar 12. mars

Aðalfundur Karatedeildar Aftureldingar verður haldinn 12. mars 2018 kl. 19:30 í Vallarhúsinu á íþróttasvæði Varmár.

 

Dagskrá fundar:

Venjuleg aðalfundarstörf
1. Fundarsetning
2.Kosning fundarstjóra og fundarritara
3 skýrsla stjórnar
4 Reikningar ársins 2017
5 Kosning Formanns  
6 Kosning stjóarmanna
7 Tillögur sem borist hafa til stjórnar
8 önnur mál

 

Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu í stjórn eða hafa einhver málefni og tillögur sem þeir vilja leggja fyrir aðalfund, eru beðnir að senda viðkomanid upplýsingar á netfangið   karate@afturelding.is ekki seinna en 26.febrúar 2018