/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Æfingatímabil 2018-2019

 

Byrjendur:

 

Æfingar er 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum.

           Fyrir 5-7 ára, kl. 17:30-18:15.

           Fyrir 8-11 ára Kl. 18:15-19:00

 

Framhaldsiðkendur:

 

Æfingar eru 3x í viku á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum.

 

Æfingagjöld á haustönn 2018:

 

Byrjendur  27.000 kr. fyrir 1 önn. Byrjum 12.september

 

Framhaldsiðkendur 33.500 kr. fyrir 1 önn, 62.000 fyrir 2.annir. Byrjum 4.september

 

Æfingar fara fram í glæsilegum bardagasal í íþróttamiðstöðinni Varmá. Byrjendaflokkur fullorðinna æfir hins vegar fyrstu önnina með byrjendum Fjölnis í Egilshöll.

 

Karatedeild Aftureldingar er fullgildur meðlimur í alþjóðlega karatesambandinu „Kobe Osaka International“.

 

Yfirþjálfari deildarinnar er Willem C. Verheul, 3. dan.

 

Karatedeildin hvetur unga jafnt sem aldna til að prófa karate og skella sér í byrjendatíma. Það er aldrei of seint að byrja að æfa þessa skemmtilegu íþrótt, sem felur svo margt í sér; sjálfsvörn, bardagatækni, þrek, jafnvægi, snerpu, liðleika og síðast en ekki síst þjálfun fyrir hugann.