/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Bushido mót í Varmá

Þriðja Bushido mót vetrarins fór fram í Varmá laugardaginn 25. mars. Tugir keppenda mættu til leiks frá öllum helstu karatedeildum landsins. Keppt var í kata og kumite í þremur aldursflokkum frá 12 til 17 ára.

 

Okkar iðkendur stóðu sig með sóma og eftirtaldir unnu til verðlauna:
KATA:
Oddný Þórarinsdóttir, 12-13 ára, 3. sæti
Matthías Eyfjörð og Þórður Henrýsson, 14-15 ára, 3. sæti
KUMITE:
Máni Hákonarson, 14-15 ára, 1. sæti
Þórður Henrýsson, 14-15 ára, 3. sæti