/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Gleði og gaman á RIG Reykjavík International Games

Nokkrir iðkendur í unglingahópi Afterldingar tóku þátt í RIG Í Laugardagshöll í lok janúar. Það er alltaf gaman að reyna sig í nýjum hópi en þarna voru samankomnir keppendur í karate frá fimm löndum. Þrír keppendur frá Aftureldingu stigu á verðlaunapall sem er frábær árángur.

 

Þórður Jökull Henrysson hlaut 3. sæti í kata og kumite, og Máni Hákonarsson 3. sæti í kumite. Báðir kepptu þeir í cadet flokki. Oddný Þórarinsdóttir hlaut 3. sæti kata í junior flokki.

Við þökkum öllum keppendum, liðstjórum og öðrum sjálfboðaliðum fyrir skemmtilegan dag og þeirra framlag hvort sem það var í formi þátttöku. liðsheildar eða undirbúnings.