/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Gull og brons á Bushido móti á Jaðarsbökkum Akranesi

Annað Bushido mót vetrarins fór fram í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum Akranesi laugardaginn 21. janúar. Skemmst er frá því að segja að Aftureldingarstrákarnir stóðu sig frábærlega. Máni Hákonarson fékk gull í kata og Þórður Henrýsson brons í kata. Matthías Eyfjörð tók einnig brons í kumite.

 

Karatedeildin óskar strákunum til hamingju með árangurinn.

Um næstu helgi verður stórviðburður í Laugardalshöll, Reykjavík International Games. Endilega fjölmennið á leikana og hvetjið okkar keppnisfólk. Hér er að finna dagskrá leikanna en keppni í karate fer fram sunnudaginn 29. janúar:
https://www.rig.is