/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Íslandsmeistaramót barna og unglinga 2018

Það var mikið um að vera hjá Blikum í Smáranum um helgina en þar fór fram Íslandsmót barna- og unglinga í kata. Nokkrir iðkendur karatedeildar Aftureldingar tóku þátt en elstu iðkendur voru einnig í hlutverki liðsstjóra á barnamótinu. Okkar keppendur stóðu sig prýðilega og fer þeim yngsti stöðugt fram í keppni.

 

Þessa helgi bættust einnig við tveir frá Aftureldingu sem hlotið hafa dómararéttindi. Við óskum þeim Önnu Olsen og Elínu Björgu Arnardóttur til hamingju með prófið.

Þau sem stigu á verðlaunpall um helgina:

Máni Hákonarson, 2. sæti 16-17 ára
Þorgeir Björgvinsson, 2. sæti 13 ára
Þórður Jökull Henryson, 3. sæti 16-17 ára
Oddný Þórarinsdóttir, 3. sæti 14 ára
Ákos Kolcsár, 3. sæti 11 ára
Agla, Elín og Heiða Dís, 3. sæti hópkata 16-17 ára

Karatedeildin þakkar liðsstjórum og öðrum sjálfboðaliðum kærlega fyrir góða samvinnu.