/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Íþróttamaður og kona karatedeildar 2017

Þau Máni Hákonarson og Oddný Þórarinsdóttir hlutu viðurkenninguna íþróttamaður og kona karatedeildar árið 2017. Þau veittu farandbikurum móttöku í Hlégarði fyrr í kvöld en þar tók Anna Olsen formaður deilarinnar einnig á móti viðurkenningunni Vinnuþjarkur Aftureldingar 2017.

 

Öll eru þau vel að viðurkenningunum komin. Þau Máni og Oddný hljóta viðurkenningu fyrir góðan árangur í karate á árinu sem er að líða og ennfremur fyrir að vera góðar fyrirmyndir innan deildarinnar. Þá má deildin vera stolt af sínum formanni sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu deildarinnar sem og félagsins á síðast liðnum árum.