/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Karate: æfingar hefjast aftur 3. janúar

Þá er haustönn lokið og stóðu iðkendur sig með sóma í beltaprófum núna í desember. Margar strípur bættust við deildina og þó nokkrir fengu ný belti.

 

Karatedeildin er komin í jólafrí og hefjast æfingar aftur 3. janúar 2017. Stundatöflur verða óbreyttar, þ.m.t. dagskrá byrjenda. Sendur hefur verið út tölvupóstur með upplýsingum á þá framhaldsiðkendur sem færast upp um hóp.

 

Stjórn karatedeildar þakkar iðkendum og foreldrum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Sem fyrr verður dagskrá vorannar fjölbreytt en þá mun fara fram Íslandsmeistaramót barna og unglinga, RIG mótið verður haldið að venju í janúar og meistari Steven Morris heimsækir deildina í apríl. Það er því margt framundan og óhætt að láta sig hlakka til karateársins 2017.