/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Karate: breytt tímatafla og opnir tímar í Hreyfiviku 30. maí - 2. júní

Vikuna 30. maí til 2. júni verða opnir tímar í karate fyrir alla þá sem vilja koma og prófa greinina. Hópar verða sameinaðir og er breytt tímatafla sem hér segir:

 

Þriðjudaginn 30. maí og fimmtudaginn 1. júní :
Frá kl. 16:45-17:30 framhald yngri og eldri

Frá kl. 17:30-18:30 framhald unglingar og fullorðnir

Miðvikudaginn 31. maí - síðasta æfing hjá byrjendum:
Frá kl. 17:30 - 18:15 byrjendur yngri og eldri (sameinaðir hópar)Föstudagur 2.júní - síðasta æfing hjá framhaldsiðkendum:


Frá kl. 17:00-17:45 frah. yngri og eldri

Frá kl. 17:45 - 18:45 Unglingar fullorðnir