/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Thelma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar.

Fimmtudaginn 19. janúar var haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst var kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar. Við sama tilefni hlaut fjöldi íþróttafólks viðurkenningar fyrir góðan árangur á liðnu ári.

 

Auk Thelmu Rutar hlutar eftirfarandi iðkendur karatedeildar viðurkenningu:
Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Henrýsson sem efnilegustu iðkendurnir.
Matthías Eyfjörð, Máni Hákonarson og Þórður Henrýsson fyrir þátttöku í landsliðshóp.
Máni Hákonarson og Þórður Henrýsson fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla.

Karatedeildin óskar þessum flotta hópi til hamingju með góðan árangur.