/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Unglingamót í karate fellt niður 26.02. vegna ófærðar

Íslandsmeistaramót unglinga í kata sem fara átti fram í Austurbergi kl. 09.00 hefur verið fellt niður vegna ófærðar. Barnamótið fer fram á áður auglýstum tíma kl. 14.00. Keppendur eiga að vera mætti í síðasta lagi kl. 13.30.

 

Við hvetjum alla til að leggja tímanlega af stað og fylgist með frekari tilkynningum á fésbókarsíðu deildarinnar.

Bkv. Stjórnin