/
 

Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Æfingatafla 2017

Hér má finna stærri útgáfu af stundaskrá karatedeildar 2017

BYRJENDUR Á HAUSTÖNN 2017

Byrjendum verður skipt upp í tvo hópa eftir aldri og getu. 
Æfingar hefjast 11. september og fara fram á mánudögum og miðvikudögum:

5-7 ára frá kl. 17.30 - 18.15

8-11 ára frá kl. 18.15 - 19.00

 

Æfingar framhaldshópa hefjast 5. september.