/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Barna- og unglingaráð

Netfang Barna- og unglingaráðs er fotbolti(at)afturelding.is

Eftirfarandi verð og skilmálar gilda um æfingagjöld hjá Barna- og unglingaráði Knattspyrnudeildar Aftureldingar tímabilið 15. september 2016 til 14. september 2017.

Heilsársgjald, tólf mánaða er innheimt fyrir tímabilið sept. 2016 til sept. 2017.

Níu mánaða gjald er innheimt fyrir tímabilið des. 2016 til sept. 2017. Sex mánaða gjald er innheimt fyrir tímabilið mars til sept. 2017. Þriggja mánaða gjald er innheimt fyrir tímabilin; sept. til des. 2016, des. 2016 til feb. 2017, mars til maí 2017 og júní til ágúst 2017.

 

 

Frístundaávísun

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára (fædd 1997-2010) með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð kr. 27.500. Iðkendur Aftureldingar sækja sína ávísun samhliða skráningu í skráningarkerfi félagsins.

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Barna- og unglingaráð vill sérstaklega minna á Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur sem m.a. styrkir efnaminni leikmenn til þáttöku í íþróttum með Aftureldingu:

Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

2. grein – Tilgangur og hlutverk
Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrkt til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár.


Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið.  Sjá nánar á svæði Aðalstjórnar:

http://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur.html