/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Knattspyrnuskóli Aftureldingar fyrir krakka fædd 2003-2010

Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum sjö til fimmtán ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.

 

Námskeiðin eru 6 og eru á eftirfarandi tímum:

13-15. júní   (Liverpool skólinn)

19-23. júní (4 dagar)

26-30. júní (5 dagar)

3- 7 júlí (5 dagar)

8-11.ágúst (4 dagar)

14-18. ágúst (5 dagar) 

Kennt er alla virka daga frá 9.30-12.00 (Liverpoolskóli kl 9:00-15:00) og boðið er uppá gæslu frá kl 9.00 á öllum námskeiðum

 
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu og munu leynigestir kíkja í heimsókn á öll námskeiðin í sumar

 
Verð fyrir hvert námskeið er kr 7.500 (5 dagar) og kr 5.200 (4 dagar). Liverpoolskóli kr 23.900. Systkinaafsláttur er 10% og afsláttur af námskeiðspökkum 10% af þremur og 20% af sex námskeiðum.


Skráningar á námskeið og nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara: bjarki(at)afturelding.is


Skráning fer fram á í skráningarkerfinu Nora: https://afturelding.felog.is/


Mæting við gervigrasið á Varmá alla dagana - Liverpoolskóli er á Tungubökkum.