/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Knattspyrnu akademía Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir nýjung fyrir leikmenn 5.flokks og 4.flokks karla og kvenna  í sumar.

Boðið verður uppá Fótbolta Akademíu í júní og ágúst fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild.

Þjálfarar námskeiðsins verða Bjarki Már Sverrisson UEFA A og yfirþjálfari yngri flokka, Örlygur Þór Helgason UEFA A þjálfari. Að auki verða gestaþjálfarar með á þessum námskeiðum.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

Námskeið 1: 26.-30.júní Gervigras Varmá kl.09:30-12:00 alla dagana

Námskeið 2: 8.-11.ágúst. Gervigras Varmá kl.09:30-12:00 alla dagana

 

Verð fyrir námskeið:

er kr.7500 (5 daga) og kr.6000 (4 daga)

10% afsláttur ef skráð er á bæði námskeiðin.

Skráning fer fram á afturelding.felog.is

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki(at)afturelding.is

 

 

Barna-og unglingaráð Knattspyrnudeildar Aftureldingar