/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Liverpoolskólinn á Íslandi 2018

Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2018

Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, áttunda árið í röð og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 8. - 10. júní (föstudagur til sunnudags) og hið síðara á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 11. - 13. júní (mánudag til miðvikudags). Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótbolta stráka og stelpur á aldrinum 6 - 16 ára (7. - 3. flokkur).

Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglingaog hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard. Allir þátttakendur á námskeiðinu verða undir stjórn þjálfara frá Liverpool og mun hver þeirra stýra hópi með allt að 16 börnum. Þeim til aðstoðar verða íslenskir þjálfarar sem munu m.a. sjá um að túlka á íslensku. Skipt verður í hópa eftir aldri og sérstakir æfingahópar verða í boði fyrir markmenn.

 

Þátttaka er takmörkuð og því mikilvægt að tryggja sér sæti sem fyrst með greiðslu þátttökugjalds sem er kr. 23.900. Innifalið í því er ávaxtabiti og heitur hádegisverður frá Matfugl auk LFC fótbolta. 10% systkinaafsláttur. Nýjung er að námskeið með ársgjaldi í Liverpoolklúbbinn kostar 24.900.

 

Greiðsla og skráning í Nora kerfinu á afturelding.felog.is

Allar nánari upplýsingar: liverpool@afturelding og í s. 5667089