/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Aðalfundi knattspyrnudeildar frestað

 

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar, sem fara átti fram 31. janúar  kl. 20:00, hefur verið frestað. Fundurinn mun þess í stað fara fram miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20:00 í Vallarhúsinu við Varmárvöll.

Einstaklingar sem hafa áhuga á stjórnarsetu í stjórn knattspyrnudeildar eða ráðum er bent á að hafa samband með töluvpósti á fotbolti(at)afturelding.is

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf

Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál í Mosfellsbæ.