/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Afturelding í úrslitakeppni Lengjubikarsins

Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu/Fram vann ÍR 3-2 á Varmárvelli á laugardag í C-deild Lengjubikarsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitum.

 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom ÍR öflugra inní seinni hálfleikinn og komst í 2-0 áður en heimastelpur hrukku í gang. Matthildur Þórðardóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir jöfnuðu metin og Stefanía Valdimarsdóttir skoraði svo sigurmarkið á lokamínútunni og tryggði Aftureldingu/Fram 3-2 sigur.


Afturelding/Fram er því með besta árangurinn í 2.sæti og fer því áfram sem fjórða lið inn í undanúrslitin þar sem liðið mætir Hömrunum á Akureyri á föstudaginn kemur.


Lið Aftureldingar: Selma Líf (M), Svandís (Katla 65), Inga Laufey, Matthildur, Valdís Ósk (F), Eva Rut, Margrét, Bryndís, Ester (Lovísa 65), Sigrún Gunndís, Stefanía


Hið formlega keppnistímabil hefst svo 6.maí nk þegar keppni í Borgunarbikarnum fer í gang en þar mæta okkar stúlkur Augnablik í fyrstu umferð í Fagralundi.