/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Ágúst Haraldsson ráðinn aðstoðarþjálfari Aftureldingar/Fram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afturelding/Fram réð í gærkvöld Ágúst Haraldsson sem aðstoðarþjálfara félagsins.

Ágúst Haraldsson er gríðarlega reynslumikill þjálfari en hann hefur þjálfað við yngri flokka í rúm 26ár. Ágúst er íþróttafræðingur að mennt, starfar sem slíkur og hefur lokið hæstu þjálfaragráðu KSÍ.

 

Ágúst mun þá samhliða þjálfun meistaraflokks, þjálfa 2.flokk kvenna hjá félaginu en ákveðið var á dögunum að endurvekja 2.flokk kvenna sem hafði ekki verið starfrækur um nokkurra ára skeið.

 

“Ágúst mun verða hægri hönd Júlíusar Júlíussonar en saman mynda þeir sterkt og reynslumikið þjálfarateymi. Stjórn félagsins er gríðarlega ánægt með þessa ráðningu en Ágúst er mikils metinn innan félagsins enda starfað fyrir BUR Aftureldingar í mörg ár. Þá bindur stjórn Aftureldingar/Fram miklar vonir við samstarf Ágústar og Júlíusar, þeir hafi starfað saman áður við góða orðstír og ber það merki um metnað félagsins að mynda jafn öflugt þjálfarateymi við meistaraflokk kvenna og 2fl. félagsins einsog raun ber vitni”.

 

Þá skrifuðu tveir ungir og efnilegir leikmenn undir samninga við sama tilefni við félagið til tveggja ára eða út árið 2019, en þetta eru leikmennirnir Eva Rut Ásþórsdóttir og Inga Laufey Ágústsdóttir en þær stöllur eru báðar fæddar árið 2001.

 

Eva Rut Ásþórsdóttir lék lykilhlutverk inná miðjunni í liði Aftureldingar/Fram sem vann 2.deild kvenna síðastliðið sumar með miklum yfirburðum. Eva Rut lék 16 leiki í 2.deild kvenna í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Þá var Eva valin efnilegasti leikmaður félagsins á lokahófi á dögunum.

 

Inga Laufey Ágústsdóttir steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í sumar, Inga stimplaði sig heldur betur inn en hún vann sér inn byrjunarliðssæti og átti stóran þátt í því að lið Aftureldingar/Fram fékk einungis á sig átta mörk allt sumarið í 2.deild kvenna.

Inga Laufey var að lokum valin í lið ársins hjá fótbolta.net en hún átti frábært tímabil.

 

“Félagið er gríðarlega stolt af því að semja við þessa ungu og uppöldnu leikmenn, þær hafa verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins og þrátt fyrir ungan aldur voru þær algjörir lykilleikmenn í velgengi félagsins á nýliðnu tímabili. Það er von félagsins Aftureldingar/Fram að yngri flokka starf félagsins skili sér upp á komandi árum en leikmenn yngri flokka félaganna hafa góðar fyrirmyndir í leikmönnum á borð við Evu og Ingu. Það verður spennandi að fylgjast með þessum stúlkum á næstu árum”.

 

 

 

Á mynd í viðhengi má sjá frá vinstri: Ingu Laufey Ágústsdóttur, Sigurbjart Sigurjónsson formann félagsins, Ágúst Haraldsson aðstoðarþjálfara og Evu Rut Ásþórsdóttur.