/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Fyrsti sigurinn í hús

Afturelding lék fyrsta heimaleik sumarsins í 2.deild karla á Varmárvelli á laugardag og vann 3-2 sigur á Hugin frá Seyðusfirði.

 

Leikurinn fór fram á aðalvellinum sem lítur prýðilega út miðað við árstíma. Það var ágætlega mætt á völlinn þrátt fyrir stífan austanvind en leikurinn sjálfur hófst með látum.


Eftir aðeins þrjár mínútur skoraði Halldór Þórðar fyrsta markið eftir laglega stungu frá Fernando og stuttu síðar var Einar Marteins á ferðinni með mark eftir hornspyrnu og staðan 2-0. Huginn kom þó strax til baka og minnkaði muninn í 2-1 eftir aukaspyrnu sem var framlengd í bláhornið. Valgeir Svans bætti þá við þriðja marki Aftureldingar og staðan 3-1 í hálfleik.


Í síðari hálfleik sat Aftureldingarliðið til baka og varðist vel. Hálfleikurinn virtist ætla að renna út tíðindalítið en undir lokin var dæmd vítaspyrna sem Huginn skoraði úr og staðan orðin 3-2. Þrátt fyrir nokkra pressu á lokamínútunum héldu okkar menn forystunni og góður sigur í hús.


Afturelding lék á köflum vel og átti sigurinn skilið að mati fréttaritara en það býr heilmikið í Huginsliðinu sem tefldi fram sex útlendingum í byrjunarliðinu. Þegar þeir hafa slípast aðeins betur saman gæti Huginn gert flestum liðum erfitt fyrir.


Næsti heimaleikur Aftureldingar er laugardaginn 27.maí gegn Tindastól en í millitíðinni er leikur á Hornafirði gegn Sindra næsta sunnudag.


Afturelding: Eiður Ívars, Einar, Dagur Austmann, Breki (Steinar Æ), Maggi, Wentzel, Halldór Jón, Fernando (Andri J), Valli, Ágúst Leó (Kristó), Jökull Steinn.

 

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net (http://fotbolti.net/news/14-05-2017/myndaveisla-afturelding-vann-huginn)