/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Knattspyrnumaðurinn Paul Clapson látinn

 

Breski knattpsyrnumaðurinn Paul Clapson lést í morgun. Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 var hann lykilmaður í 2. deildarliði Aftureldingar sem vann sér sæti í 1. deild. Paul varð markakóngur 2. deildar þetta ár. Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka. Hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar og Íþróttamaður Aftureldingar árið 2008. Paul spilaði einnig með Aftureldingu í 1. deildinni 2009. Hann glímdi þó við erfið meiðsli það sumar og lék ekki marga leiki.

 

 

Knattspyrnudeild Aftureldingar sendir fjölskyldu og vinum Pauls samúðarkveðjur en fulltrúar deildarinnar hafa þegar sent kveðju til  fjölskyldunnar.