/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Sverrir kjörinn formaður knattspyrnudeildar

Á aðalfundi knattspyrnudeildar í síðustu viku var Sverrir Hermann Pálmarsson einróma kjörinn nýr formaður deildarinnar og hefur hann þegar tekið við völdum.

 

Sverrir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, bæði í byggingageiranum sem og í fjármálaheiminum en hann rekur í dag sitt eigið ráðgjafafyrirtæki. Ásamt Sverri voru kosnir í nýja stjórn knattspyrnudeildar þeir Árni Magnússon, Ásbjörn Jónsson, Guðjón Svansson, Halldór Halldórsson og Halldór Sigurjónsson.

Á næstunni verður svo gengið frá endanlegri skipan ráðanna þriggja sem deildin samanstendur af, Barna- og unglingaráði, meistaraflokksráði karla og meistaraflokksráði kvenna. 

Fráfarandi formaður knattspyrnudeildar er Óli Valur Steindórsson og vill knattspyrnudeild færa honum þakkir sínar fyrir hans störf í þágu félagsins sem og öðrum fráfarandi stjórnarmönnum sem voru Emil Viðar Eyþórsson, Friðrik Már Gunnarsson, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Hallur Birgisson og Rúnar Haraldsson. Halldór Halldórsson heldur áfram í stjórn. 

Kynnt var 6 mánaða uppgjör deildarinnar og fram kom að fjárhagur er í samræmi við áætlanir. Af starfi deildarinnar var helst að frétta að meistaraflokkur kvenna mun leika í 2.deild næsta sumar sem og meistaraflokkur karla sem var þó hársbreidd frá að tryggja sér sæti í 1.deild. Starf Barna- og unglingaráðs gengur afar vel og hafa iðkendur aldrei verið fleiri og virðist framtíðin björt í Mosfellsbæ.

 

Þá voru rædd aðstöðumál deildarinnar, skipting EM framlags KSÍ og fyrirkomulag á aðalfundi deildarinnar og ársreikningsskilum en knattspyrnudeild er eina deild Aftureldingar sem hefur aðalfund sinn á haustin. Nánari upplýsingar um stjórnarmenn knattspyrnudeildar eru á heimasvæði deildarinnar: http://afturelding.is/knattspyrna/stjorn-deildar.html