/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Tveir fulltrúar í U18 landsliði Íslands

 

 

 

Afturelding á tvo uppalda leikmenn í U18 landsliði Íslands sem fer í æfinga og keppnisferð til Prag í Tékklandi dagana 21.-27.ágúst.

Bjarki Steinn Bjarkason og Ísak Snær Þorvaldsson eru okkar fulltrúar í 20 manna hóp. Bjarki Steinn er búinn að eiga frábært tímabil með 2.flokki Aftureldingar í sumar og með frammistöðu sinni er hann búinn að heilla þjálfara meistaraflokks og hefur hann komið við sögu í síðustu þremur leikjum liðsins og staðið sig vel.

Ísak Snær samdi við Norwich á Englandi á síðasta ári og lék sem fyrirliði á Norðurlandamóti U17 landsliða sem fram fór á Íslandi í ágúst.

Knattspyrnudeild óskar þeim báðum til hamingju með árangurinn og sendir þeim baráttukveðjur til Tékklands !