/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Skráning í knattspyrnu - Frístundaávísanir

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára (fædd 1997-2010) með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð kr. 27.500. Iðkendur Aftureldingar sækja sína ávísun samhliða skráningu í skráningarkerfi félagsins.

 

Skráning í knattspyrnu - Félagakerfið Nori

Afturelding notar skráningarkerfið Nora, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu  sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar.

Greitt er með kreditkorti eða greiðsluseðlum sem birtast í netbönkum. Hægt er að dreifa greiðslum í Nora innan hvers tímabils bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist útskriftargjald kr. 390 við hverja greiðslu.

Leiðbeiningar um skráningu í Nora

Frekar upplýsingar eru gefnar um netfangið fotbolti(at)afturelding.is