/
 

Velkomin á upplýsingavef Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf í vinsælustu íþróttagrein heims. Barna- og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka, allt frá fjögurra ára leikskólabörnum til nítján ára ungmenna en þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla starf auk þess sem fjöldi eldri iðkenda stundar íþróttina af kappi í bænum. Þjálfarar félagsins eru í fremstu röð enda hafa fjölmargir iðkenda fengið tækifæri með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu og nokkrir núverandi landsliðsmenn fengu sitt fótboltauppeldi í Mosfellsbænum.

Alltaf í boltanum ? Langar þig að prófa ? Komdu og vertu með og við tökum vel á móti þér !

 

Tryggðu hjá TM !

Ef þú tryggir hjá TM fær Afturelding hluta iðgjaldsins sem styrk.
Smelltu á TM myndina hér að neðan og ráðgjafi frá TM hefur samband - Áfram Afturelding !

 

Aðalfundur Knattspyrnudeildar fimmtudaginn 19. mars 2015.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar fimmtudaginn 19. mars 2015.

Hér að finna skýrslu stjórnar og ársreikninga fyrir öll þrjú ráð Knattspyrnudeildar.

Ársskýrsla

Ársreikningur Bur

Ársreikningur Mfl.karla

Ársreikningur Mfl. kvenna

Búningasamningur Aftureldingar og Errea

Samkvæmt samningi Aftureldingar og Errea um búningamál félagsins er eftirfarandi tekið fram:

 

1.Leikmenn og þjálfarar Aftureldingar skulu klæðast fatnaði og búningum frá Errea í öllum kappleikjum og mótum meistaraflokka, jafnt sem yngri flokka.


2. Afturelding skal ávallt leita til Errea þegar um uppákomur eða tilefni er að ræða þar sem keyptur er sérstakur fatnaður, t.d. bolir vegna hátíða, úrslitaleikja og þess háttar. Á þetta einnig við um foreldraráð t.d. vegna ferða á mót þar sem fólk klæðist eins fatnaði (Þ.e. þar sem komið er fram merkt félaginu).

 

 

Æfingaáætlanir

Æfingaáætlanir fyrir yngri flokka félagsins má sjá með því að opna meðfylgjandi skjal. Smelltu hér til að opna PDF skjal.