/
 

Innan Aftureldingar starfar körfuknattleiksdeild sem býður upp á æfingar fyrir tvo yngslu flokkana. Stefnan er að því að auka samstarfið við körfuknattleiksdeild Fjölnis á næstu árum.  Með því að bjóða upp á körfubolta fyrir börn í Mosfellsbæ stuðlum við að því að bjóða upp á fjölbreytt val á íþróttagreinum í félaginu fyrir iðkendur sem er jákvætt.

Æfingar fara fram í Lágafelli - Allir velkomnir á æfingu.

 

Fésbókarsíðu deildarinnar má finna hér www.facebook.com

 

 

Efst

 

Æfingar haust 2016

Boðið er upp á körfuboltaæfingar fyrir krakka á aldrinum 7 - 11 ára (fædd. 2005-2009)

Aðalþjálfari verður Sævaldur Bjarnason. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun bæði hjá yngri flokkum, meistaraflokki og yngri landsliðum. Sævaldur verður með færa aðstoðarþjálfara sér við hlið.   Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli. Skráning fer fram í gegnum Nóra skráningarkerfi Aftureldingar.

 

Yngri hópur - 2.-3. og 4. bekkur.

Æfingar þriðjudaga kl. 16.oo - 17.oo og föstudaga kl. 15.oo - 16.oo

 

Eldri hópur - 5. og 6. bekkur 

Æfingar þriðjudaga kl. 15.oo - 16.oo, fimmtudaga kl. 15.oo - 16.oo og föstudaga kl. 15.oo - 16.oo