/
 

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er ung en metnarðarfull deild. Markmiðið er að byggja upp deild sem býður upp á körfubolta í öllum aldursflokkum. Enn sem komið er hafa börn í Mosfellsbæ á aldrinum sex til þrettán ára kost á því að æfa íþróttina. Æfingarnar fara fram við góðar aðstæður í íþróttahúsinu við Lágafell. Menntaðir þjálfarar sjá til þess að undirstöður íþróttarinnar séu kenndar og að leikgleðin sé framar öllu. Allir sem hafa áhuga á því að auka veg körfuboltans og stuðla að fjölbreyttu vali tómstunda fyrr börn í Mosfellsbæ eru velkomnir að leggja starfinu lið.

 

Fésbókarsíða körfuknattleiksdeildar

Efst

 

Körfuboltadagur Aftureldingar

Næsta sunnudag þann 8. feb. í Lágafelli kl. 14.00-16.00 í samstarfi við KKÍ.

 

Allir velkomnir að koma og prufa körfu.

Allir sem taka þátt fá bol og Dominospizzu á eftir flottum æfingum.

Endilega deilið áfram.

 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Aftureldingar.

Körfuknattleikssamband Íslands.