/
 

Innan Aftureldingar starfar körfuknattleiksdeild sem býður upp á æfingar fyrir tvo yngslu flokkana. Stefnan er að því að auka samstarfið við körfuknattleiksdeild Fjölnis á næstu árum.  Með því að bjóða upp á körfubolta fyrir börn í Mosfellsbæ stuðlum við að því að bjóða upp á fjölbreytt val á íþróttagreinum í félaginu fyrir iðkendur sem er jákvætt.

Æfingar fara fram í Lágafelli - Allir velkomnir á æfingu.

 

Fésbókarsíðu deildarinnar má finna hér www.facebook.com

 

 

Efst

 

Sumarnámskeið 2017

 

Körfuboltaskóli  Aftureldingar og Subway 2017

Boðið verður upp a tvennskonar verkefni í sumar.  Það er leikjanámskeið 5 daga vikunnar og einnig körfuboltaæfingar 4 daga vikunnar. Námskeið og æfingar fara fram í íþróttamiðstöðinni Lágafelli. Skráning fer fram á skráningarvef Aftureldingar (https://afturelding.felog.is/<wbr></wbr>).

 


Leikjanámskeið fyrir 7 - 10 ára 

Körfubolti er í mikilli sókn í Mosfellsbæ og því ákaflega skemmtilegt að geta boðið upp á leikjanámskeið í sumar og kynna íþróttina fyrir okkar yngstu krökkum. Skemmtilegt leikjanámskeið þar sem markmiðið er að hafa körfubolta í hönd fara í leiki en fyrst og fremst hafa gaman. Námskeiðið er ætlað bæði stúlkum og drengjum og vonumst við til þess að sjá sem flesta koma og prófa.

Leikjanámskeiðin eru mánudaga til föstudaga klukkan 10.00 - 12.00

 

 


Sumaræfingar fyrir 10-12 ára

Á sumaræfingum verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaðar séræfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl, skot og sendingar sem miða að því að bæta og styrkja viðkomandi iðkanda í íþróttinni þannig að hann mæti vel undirbúin fyrir veturinn.

 

Yfirþjálfari verður Sævaldur Bjarnason sem hefur mikla reynslu af þjálfun bæði hjá yngri flokkum, meistaraflokki og yngri landsliðum. Gleði og skemmtun verða í forgrunni en stefnt er að því að spila mikið.
Sumaræfingarnar verða mánudaga til fimmtudaga klukkan 12.30 - 14.00

 
Þær vikur sem um ræðir í sumar eru :

Júní

12-16.júní

19-23.júní

 

Ágúst

8-11 ágúst

14-18 ágúst