/
 

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Afturelding notar skráningarkerfið Nóra, vefskráningar- og greiðslukerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu  sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar. Ef einhver vandamál koma upp í skráningarferlinu skal hafa samband við gjaldkera þeirrar deildar sem iðkandinn tilheyrir. Upplýsingar um gjaldkera deildanna er að finna á vefsíðum þeirra.

Smellið á rauða hnappinn hægra megin á síðunni til að skrá iðkendur og ganga frá greiðslu.

Athugið að við vefskráningu er einungis hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti.
Greiðslukerfið er beintengt Creditinfo. Leiðbeiningar á vef Nóra: http://nori.felog.is/Documents/nethjalp.pdf

 

Annar greiðslumáti:
Ef óskað er eftir öðrum greiðslumáta skal senda skráningu á umfa(at)afturelding.is með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn iðkanda, kennitala iðkanda, deild sem iðkandinn skráir sig í og greiðslufyrirkomulag sem óskað er eftir staðgreiðsla/millifærsla á reikning og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að ganga frá því.