/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Æfingagjöld Sunddeildar.

Upplýsingar um æfingagjöld, greiðslufyrirkomulag og fleira.


Æfingargjöld haust 2016 september - desember 

Höfrungar - 30.000 kr
Bronshópur- 36.000 kr
Silfurhópur- 42.000 kr
Demantar- 49.500 kr
Gullhópur - 58.500 kr

Æfingargjöld Vor 2017 janúar - júní
Höfrungar - 37.500 kr
Bronshópur- 45.000 kr
Silfurhópur- 52.500 kr
Demantar- 54.450 kr
Gullhópur - 64.350 kr  

Frístundaávísun 

Mosfellsbær greiðir hverju barni 6-18 ára frístundaávísun að upphæð 27.500 krónur fyrir starfsárið 2016-2017. Þessa upphæð má nota til að greiða niður æfingagjöld. Valið er að nýta frístundastyrkinn eða hluta hans þegar skráð er í námskeið í Nora.

Þjónustugjald

Sundsamband Íslands innheimtir þjónustugjald af öllum sundfélögum í landinu, þessi gjöld notar SSÍ til að þjónusta sundfélög og iðkendur sundíþróttarinnar á Íslandi.  Til viðbótar við æfingagjöld eru innheimt árgjöld SSÍ sem eru:

Gull hópur 11.000 kr. á ári

Silfurhópur 8.000 kr á ári

Aðrir hópar 6.000 kr á ári

 

Mótagjöld

Upphæðir sem greiddar eru fyrir hverja grein sem sundmaður syndir á hverju móti eru á bilinu 300 -500kr.

Mótagjöld eru innifalin í æfingagjöldum.

 

Fjölskylduafsláttur á æfingagjöldum

Veittur er 10% systkina afsláttur ef barn eða systkin stundar sömu eða aðrar íþróttir innan UMFA

 

Hvernig og hvar skal greiða gjöldin

Greitt er með korti eða með greiðsluseðil í heimabanka. Greiðsludreifing í boði. Gengið frá þessu um leið og skráð er í Nora

 

Ef sundmaður hættir æfingum

Ef sundmaður hættir æfingum þarf að tilkynna það skriflega til Sunddeildar Aftureldingar með tölvupósti á sund(at)afturelding.is

Fyrirspurnir varðandi greiðslur skal send á gjaldkera deildarinnar á tölvupóstfang sund(at)afturelding.is

Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu afturelding www.afturelding.is

 

 

Sunddeild Aftureldingar

Kennitala:701188-2419