/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

 

Sunddeild Aftureldingar býður upp á sundnámskeið fyrir hressa krakkar sem eru að ljúka 1.-4. bekk 11.-25. júní (ath ekki kennt 17. júní). Kennt verður kl. 8-10 í sundlauginni að Varmá. Verð 9.500 kr.

1-2 bekkur verður saman kl. 8-9

3-4 bekkur verður saman kl. 9-10.

Kennari á námsmkeiðinu er Salóme Rut Harðardóttir yfirþjálfari sunddeildarinnar og henni til aðstoðar sundiðkandi í Gullhóp deildarinnar.

Skráning á námskeiðið er í gegn um NORA skráningarkerfið á heimsíðu Aftureldingar, afturelding.is. Hámarskfjöldi í hóp er 15 börn og náist ekki í hópa má búast við að hópar verði sameinaðir eða felldir niður.

Stjórnin.