/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Æfingatafla og upplýsingar. Vetur 2017

 

Æfingataflan fyrir veturinn er tilbúin !
Æfingar hjá yngrihópum hefjast í næstu viku. Fyrsta æfing hjá Silfur er mánudaginn 28.ágúst en hjá Brons og Höfrungum þriðjudaginn 29.ágúst.

Bendum foreldrum á facebook-hópana fyrir hvern hóp fyrir sig, þangað inn koma allar helstu upplýsingar og skilaboð.
Silfur: https://www.facebook.com/groups/1743732325892147/
Brons: https://www.facebook.com/groups/239810083051628/
Höfrungar: https://www.facebook.com/groups/897108987089818/ 

Facebooksíða sunddeildarinnar

Athugið að allar okkar æfingar fara fram í Lágafellslaug :)

Skráningar í deildina fara frá í Nora: https://afturelding.felog.is/

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við þjálfarana okkar eða senda okkur skilaboð á sund(at)afturelding.is

Hlökkum til að hitta þá sem hafa verið að æfa og taka á móti nýjum iðkendum