/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Aukaaðalfundur Sunddeildar 24. apríl

 

Sunddeild Aftureldingar boðar til aukaaðalfundar þann 24. apríl næstkomandi í vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Dagskrá aukaaðalfundar:
1. Kjör formanns sunddeildar
2. Kjör á stjórn sunddeildar
3. Önnur mál

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn sunddeildar geta gert það með að senda tölvupóst á umfa(at)afturelding.is. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en á miðnætti 17. apríl.

Hvetjum áhugafólk um sund til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í því að byggja upp öfluga sunddeild í Mosfellsbæ.