/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Dósasöfnun - vantar ykkur að losna við dósir?

 

Sunddeildin er sú deild Aftureldingar sem sér um dósasöfnun í bænum. Dósasöfnunin fer fram annan fimmtudag í mánuði.

Því miður náum við ekki alltaf að klára að safna í öllum bænum og einnig eru ekki alltaf allir heima þegar við komum. En ef þið eruð með dósir og flöskur sem þið viljið gefa okkur þá endilega sendið póst hvenær sem er á sund(at)afturelding.is og þá sækjum við dósirnar til ykkar.