/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Ný stjórn Sunddeildar Aftureldingar

 

Á aðalfundi þann 9.mars s.l. var kosin ný stjórn fyrir Sunddeild Aftureldingar.

Hana skipa

 

Smári Jóhannesson, formaður

Fríða Birna Þráinsdóttir, gjaldkeri

Jónína Margrét Sigmundsdóttir, ritari

Adonis Karaolanis, meðstjórnandi (áður formaður fráfarandi stjórnar)

 

Nýkosin stjórn þakkar fráfarandi stjórn þeim Adonis, Guðnýju, Gerði og Guðrúnu fyrir ötult starf í þágu Sunddeildarinnar og hlakkar til að takast á við skemmtilegt og gefandi starf á næstu misserum.

 

Stjórnin