/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Ringsted Cup 16.-17. September 2017

 

Keppnistímabilið í sundi hefst með trompi hjá Sunddeild Aftureldingar þetta haustið. Næstkomandi helgi keppa 10 sundmenn úr afrekshópi deildarinnar á alþjóðlegu sundmóti í Ringsted í Danmörku. Keppendur frá Aftureldingu eru á aldrinum 13-19 ára og hafa æft stíft síðasta einn og hálfan mánuðinn til að ná toppárangri á mótinu. Mótið fer fram í 25m innilaug og auk einstaklingsgreina mun hópurinn taka þátt í þremur boðsundum; 4x50m fjórsund kvenna, 4x50m fjórsund karla og 10x50m skriðsundi þar sem blandaðar sveitir keppa.
Það er mikil spenna og tilhlökkun í hópnum enda í fyrsta skiptið sem þau keppa á erlendri grundu.

Söfnun fyrir ferðinni fór meðal annars fram með candy floss sölu á bæjarhátíðinni í lok ágúst og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.