/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Sund - Garpaæfingar hefjast

 

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 2. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.

 

Þjálfari er Ingi Þór Ágústsson.

Ingi er með 23 ára reynslu sem þjálfari - barna ungmenna og garpa. Hefur verið yfirþjálfari hjá sunddeild Vestra, sunddeild Breiðabliks og undanfarin ár verið að þjálfa hjá Ægir og nú síðast hjá sunddeild Fjölnis. Hefur setið í stjórn SSÍ um margra ára skeið en gaf ekki kost á sér á síðasta sundþingi. Er varaformaður landsliðsnefndar SSÍ og hefur verið þar undanfarin 6 ár. Situr í framkvæmdarstjórn ÍSÍ síðan 2013. 

 

Skráning og greiðslur fara fram í skráningarkerfinu Nora inn á https://afturelding.felog.is/

 

Allar nánari upplýsingar hjá sund(at)afturelding.is eða hjá þjálfara:  ingithor(at)icepharma.is  sími 8218038.