/
 

Velkomin á heimasíðu sunddeildar Aftureldingar

Sund er frábær íþrótt fyrir alla.  Að hafa lært vel að synda er nokkuð sem fólk býr að alla ævi.  Við höfum fjölbreytta æfingahópa allt frá því að vera að læra að synda og upp í þrautþjálfað keppnisfólk.  Hjá sunddeild Aftureldingar eru 5 hópar.  Höfrungar eru börn 6-7 ára sem æfa tvisvar í viku, Bronshópur er 8-9 ára krakkar sem æfa þrisvar í viku. Silfurhópurinn sem eru 10-11 ára krakkar æfir fjórum sinnum í viku. Gullhópurinn er tvískiptur,  yngri hópurinn fyrir 12 ára krakka æfir fimm sinnum í viku og síðan eldri hópurinn sem er skipaður 13 ára og eldri sem æfir 6 sinnum í viku. Afrekshópur sunddeildar æfir sex sinnum í viku. Auk reglubundinna æfinga er farið í æfinga- og keppnisferðir með reglulegu millibili.

 

Sund og Leikjanámskeið Sunddeildar Aftureldingar

Skáning hér

 

Sund og Leikjanámskeið Sunddeildar Aftureldingar

Staðsetning: Íþróttamiðstöðin Lágafelli

Fyrir börn fædd 2007-2010 (5 - 9 ára)

 

8. ágúst - 12.ágúst - 5 daga námskeið

15. ágúst - 19. Ágúst - 5 daga námskeið

 

Þema námskeiðis er Vatn, sund-æfingar,leikir, gönguferðir, bæjarferðir

Í boði verður hálfsdagsnámskeið 9:00-12:00 og 13:00-16:00 ( 6.800kr )

Við bjóðum líka uppá heilsdagsnámskeið 9:00-16:00 ( 12.000 kr )

Umsjón með námskeiðinu er Sigrún Halldórsdóttir yfirþjálfari Sunddeildar Aftureldingar. Með henni verður Ólöf Jónasdóttir sem er þjálfari yngstu hópanna hjá Sunddeild Aftureldingar.

Skráning fer fram í skráningarkerfi Aftureldingar Nora.

Hægt að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á sund(at)afturelding.is