/
 

Velkominn á vef Taekwondo deildar Aftureldingar

 Við hvetjum alla til að nýta sér ókeypis prufutíma kynnast þannig skemmtilegri fjölskylduíþrótt sem hentar ungum sem öldnum.  Sér í lagi má benda á að taekwondo er tilvalin íþrótt fyrir byrjendur á fullorðinsaldri því greinin sameinar allt í senn snerpu, styrk, þol og liðleika.

Taekwondo er ein fjölmennasta bardagalist heims í dag og varð að keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2000. Taekwondo iðkun hefur breyst mikið á síðustu áratugum frá því sem áður var vegna vinsældar hennar sem íþrótt. Nú gefst fólki tækifæri til að læra sjálfsvörn og stunda skemmtilega og örugga íþrótt. Það hljómar eflaust ótrúlega en meiðslatíðni í Taekwondo er aðeins 0.34% samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þetta er ein lægsta slysatíðni sem finnst í íþróttum. 

 

    Vertu velkominn til okkar á æfingu!

 
Beltaprófskröfur

Hér er slóð á beltaprófskröfur deildarinnar

Gallar og hlífar

Hér er linkur á lista yfir þær vörur sem deildin er með á lager og einnig það sem deildin getur pantað 

 

 

Allt í mjöðmunum

Skráning fer fram hér

 

Losaðu um mjaðmirnar

í Bardagahöll  Aftureldingar þann 12. - 14. desember fer fram námskeið í mjaðmahreyfingum. Við höfum sett saman hóp þjálfara úr mismunandi áttum til að kenna mjaðmahreyfingar. Fjölbreyttnin ræður ríkjum á þessu námskeiði.

Lágmarksaldur er 12 ára.

 

Föst:
18:00 - 19:30 - Grunntækni
19:30 - 20:15 - Magadans

Laug:
09:00 - 10:30 - Snúningsspörk
10:30 - 11:30 - Fyrirlestur
12:00 - 14:00 - Hlé / Landsliðsæfing
14:00 - 15:30 - Púmse
15:30 - 16:15 - Jóga

Sun:
10:00 - 11:30 - Sjálfsvörn
13:30 - 14:30 - Styrktarþjálfun

 

Öll helgin (9 æfingar): 4.000 kr.

Stök æfing: 1.000 kr.

 

Skráningarform