/
 

Velkominn á vef Taekwondo deildar Aftureldingar

 Við hvetjum alla til að nýta sér ókeypis prufutíma kynnast þannig skemmtilegri fjölskylduíþrótt sem hentar ungum sem öldnum.  Sér í lagi má benda á að taekwondo er tilvalin íþrótt fyrir byrjendur á fullorðinsaldri því greinin sameinar allt í senn snerpu, styrk, þol og liðleika.

Taekwondo er ein fjölmennasta bardagalist heims í dag og varð að keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2000. Taekwondo iðkun hefur breyst mikið á síðustu áratugum frá því sem áður var vegna vinsældar hennar sem íþrótt. Nú gefst fólki tækifæri til að læra sjálfsvörn og stunda skemmtilega og örugga íþrótt. Það hljómar eflaust ótrúlega en meiðslatíðni í Taekwondo er aðeins 0.34% samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þetta er ein lægsta slysatíðni sem finnst í íþróttum. 

 

    Vertu velkominn til okkar á æfingu!

 
Beltaprófskröfur

Hér er slóð á beltaprófskröfur deildarinnar

Gallar og hlífar

Hér er linkur á lista yfir þær vörur sem deildin er með á lager og einnig það sem deildin getur pantað 

 

 

Flottur árangur í taekwondo í Skotlandi

Taekwondo iðkendur frá Aftureldingu sigursæl.

 

Síðustu helgi tóku tveir keppendur frá Aftureldingu, Arnar Bragason og María Bragadóttir, þátt í Opna skoska meistaramótinu í taekwondo.  Alls kepptu 22 fyrir Íslands hönd um helgina en um 400 keppendur voru á mótinu frá löndum víðsvegar um Evrópu.
 
Arnar Bragson vann örugglega sinn flokk með því að sigra í spennandi viðureign sterkan aðila sem í fyrra hlaut gull á World Master Games í Torino.
María Bragadóttir hlaut tvö gull í bardaga og brons í tækni.  Hún var jafnframt valin kvenkeppandi mótsins.
 
Alls vann íslenski hópurinn 21 gull, 12 silfur og 10 brons á mótinu og var það besti árangur allra liða á mótinu en Ísland var einnig annað besta liðið í tækni.
 
Meira um árangurinn á RÚV