/
 

Velkominn á vef Taekwondo deildar Aftureldingar

 Við hvetjum alla til að nýta sér ókeypis prufutíma kynnast þannig skemmtilegri fjölskylduíþrótt sem hentar ungum sem öldnum.  Sér í lagi má benda á að taekwondo er tilvalin íþrótt fyrir byrjendur á fullorðinsaldri því greinin sameinar allt í senn snerpu, styrk, þol og liðleika.

Taekwondo er ein fjölmennasta bardagalist heims í dag og varð að keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2000. Taekwondo iðkun hefur breyst mikið á síðustu áratugum frá því sem áður var vegna vinsældar hennar sem íþrótt. Nú gefst fólki tækifæri til að læra sjálfsvörn og stunda skemmtilega og örugga íþrótt. Það hljómar eflaust ótrúlega en meiðslatíðni í Taekwondo er aðeins 0.34% samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þetta er ein lægsta slysatíðni sem finnst í íþróttum. 

 

    Vertu velkominn til okkar á æfingu!

 
Beltaprófskröfur

Hér er slóð á beltaprófskröfur deildarinnar

Gallar og hlífar

Hér er linkur á lista yfir þær vörur sem deildin er með á lager og einnig það sem deildin getur pantað 

 

 

Svartbeltisprófi lokið

Erla Björg Björnsdóttir, fyrsta svartbeltiskona Taekwondodeildar Aftureldingar.

 

Laugardaginn 18. október fór fram svartbeltispróf Taekwondosambands Íslands og þreyttu 9 iðkendur próf fyrir 1.dan til 4. dan. Hin unga og efnilega Erla Björg Björnsdóttir, landsliðskona í bardaga og tækni, tók 1. dan ásamt báðum þjálfurum deildarinnar og landsliðsfólkinu, Jóni Levy og Hildi Baldursdóttir, sem tóku 2. dan.

Iðkendafjöldi deildarinnar hefur tvöfaldast á síðustu vikum og þjálfararnir hafa því mikla vinnu fyrir höndum. Taekwondodeildin setur markmiðin hátt og eru nú 8 iðkendur deildarinnar í A-landsliði og unglingalandsliði. Með nýjum sal er hægt að bjóða upp fleiri og sérhæfðari æfingar sem mun koma Aftureldingu í toppsætin á þessu mótatímabili.

Stjórn og iðkendur deildarinnar vilja þakka sínum helstu afreksíþróttamönnum til hamingju með áfangann. Við erum á leiðinni á toppinn!