Velkominn á vef Taekwondo deildar Aftureldingar

Æfingar hefjast skv. stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst, 2016.  Við hvetjum alla til að nýta sér ókeypis prufutíma kynnast þannig skemmtilegri fjölskylduíþrótt sem hentar ungum sem öldnum.  Sér í lagi má benda á að taekwondo er tilvalin íþrótt fyrir byrjendur á fullorðinsaldri því greinin sameinar allt í senn snerpu, styrk, þol og liðleika.

Taekwondo er ein fjölmennasta bardagalist heims í dag og varð að keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2000. Taekwondo iðkun hefur breyst mikið á síðustu áratugum frá því sem áður var vegna vinsældar hennar sem íþrótt. Nú gefst fólki tækifæri til að læra sjálfsvörn og stunda skemmtilega og örugga íþrótt. Það hljómar eflaust ótrúlega en meiðslatíðni í Taekwondo er aðeins 0.34% samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þetta er ein lægsta slysatíðni sem finnst í íþróttum. 

Taekwondo er fyrir fólk á öllum aldri. Afturelding býður upp á hópa fyrir Kríli 3 til 5 ára,  krakka 6 ára og eldri en einnig fyrir fullorðið fólk sem er að hreyfa sig í fyrsta skipti í langan tíma. Við erum samheldinn hópur bæði á æfingum sem og utan. Smelltu hér til að finna þinn hóp. 

Vertu velkominn til okkar á æfingu!

 

Formaður

Haukur Skúlason

- s: 776-4778

- taekwondo(at)afturelding.is

Yfirþjálfari

Arnar Bragason

- s:8435878

arnartkd(at)gmail.com

Tengiliðar hópa

Kjalaneshópur 

- Herdís s: 8963042

- herdis@brautarholt.is

 

Krílahópur 

- Haukur s: 8444778

haukurskulason74(at)outlook.com

 

Börn byrjendur

- Ágúst  s: 6602446

- ofurmassi(at)gmail.com

 

Börn framhald

- Rikki s: 8920784

- rmj(at)simnet.is

 

Börn saman tækni

- María G s: 6641150

- mariag(at)ossur.is

 

 

Byrjendur 13+

- Rikki s: 8920784

- rmj(at)simnet.is

 

Framhald 13+

- Arnar B s: 8435878 

- arnartkd(at)gmail.com

 

13+ tækni

- María G s: 6641150

mariag(at)ossur.is

 

Keppnis Sparring 13+

- Arnar B s: 8435878 

- arnartkd@gmail.com

Svartb. Sparr/Poomsae mótaæf

- Arnar B s: 8435878 

- arnartkd(at)gmail.com

 

Svartb. Poomsae/Sparr mótaæf

- María G s: 6641150

mariag(at)ossur.is

 

Tækni/Teygjur

- Rikki s: 8920784

- rmj(at)simnet.is

 

Morgunþrek/Teygjur

- Rikki s: 8920784

- rmj(at)simnet.is

 

Tímatafla Taekwondo

Morgunæfingar

Æfingar byrja 6.sept á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 6:50 til 7:30

Einfaldar æfingar sem allir geta tekið þátt í.

Morgunæfingarnar eru án lóða. Kjarnaæfingar: Lappir,magi og hendur.  

Liðleiki og jafnvægi mikið tekið úr Yoga.

Krílatímar

Laugardaga frá kl 10 til 11

Krílatímar deildarinn eru sérstaklega fyrir börn á aldrinum 3ja til 6 ára.  Markmiðið er að kynna iðkendur fyrir undirstöðuatriðum taekwondo í gegnum leiki og léttar æfingar og efla þar með jafnvægi, liðleika og líkamsbeitingu.  Kennt er einu sinni í viku og er reiknað með að foreldrar séu viðstaddir á æfingunni og taki þátt í henni af og til, börnunum til skemmtunar.

Börn Byrjendur

Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl 17:15 til 18:15

Byrjendur upp í gult belti.

Byrjendahópur fyrir börn. Æfingin stendur yfir í 60 mínútur og eru áherslur lagðar á samhæfðar hreyfingar, liðleika og grunntækni í Taekwondo. Krakkarnir æfa reglulega í hópum og sem pör til að efla samvinnu, samhæfingu og sjálfseflingu. Í þessum hóp þarf að leggja áherslu á jákvætt umhverfi og markmið hópsins er að auka hreyfigetu á sem fjölbreyttastan hátt. Þetta ætti að gerum við með hóflegum strúktúr í leikjamiðuðu umhverfi og frjálsum tíma þar sem þau æfa á eigin hraða. 

Börn Framhalds

mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 17:15 til 18:15

Börn Appelsinugult belti og hærra

Æfingin stendur yfir í 60 mínútur og eru lagðar áherslur á tækni, liðleika, styrk, liðsanda og sjálfsvarnartækni. Iðkendur í þessum hóp hefja keppnisferil sinn hér og stíga sín fyrstu skref í keppni. Á þessum aldri opnast dyr inn í krakka-úrval Taekwondo Sambands Íslands. Æfingar í ólympísku Taekwondo aukast og iðkendur byrja að æfa meira í keppnismiðuðu umhverfi.

13 ára og eldri (Byrjendur)

Þriðjudaga og föstudaga frá kl 18:15 til 19:30

Byrjendur upp í Appelsínugult belt

Hópurinn er fyrir unglinga og fullorðna sem vilja ná tökum á undirstöðuatriðum í Taekwondo. Iðkendur læra grunntækni, form og grunnspörk ásamt hóflegum þrekæfingum í lok tímans. Iðkendur færast síðar upp í framhaldshóp þegar geta eykst. Þessi hópur er fyrir alla sem hafa áhuga á að æfa fjölmennustu bardagalist heims í bland við góðar þrekæfingar, liðleikaæfingar og sjálfsvörn í góðum félagsskap og jákvæðu umhverfi.

13 ára og eldri (Framhalds)

mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 18:15 til 19:30

grænt belti og hærra

Í þessum hóp eru stífar æfingar fyrir iðkendur sem vilja ná langt, hvort sem það sé undirbúningur fyrir svartbeltispróf eða keppni. Iðkendur í þessum hóp geta æft allt að 6 sinnum í viku og taka sín fyrstu skref sem aðstoðarþjálfarar í félaginu undir leiðsögn yfirþjálfara.

Sparring 13+

miðvikudaga  frá kl 19:30 til 20:30

Keppnisæfingar í Ólympískum bardaga fyrir 13 ára og eldri. Æingar fyrir græn belti og hærra.

Keppnis Poomsae 13+

fimmtudaga  frá kl 19:30 til 20:30

Keppnisæfingar í Poomsae fyrir 13 ára og eldri. Á fimmtudögum eru æfingar fyrir þá sem ætla sér að keppa í poomsae, græn belti og hærra. 

Mótaæfingar

mánudaga  frá kl 19:30 til 20:30

Námskeið fyrir iðkendur sem eru á leið á mót. Á námskeiðinu eru iðkendur undirbúnir fyrir mót og er það háð dagatali eftir því hvaða mót er næst á döfinni. 

Sjálfsvörn

þriðjudaga frá 19:30 til 21:00

Fjölbreyttir sjálfsvarnartímar fyrir fólk á öllum aldri. Æfingarnar eru haldnar vikulega.

 

Gallar og hlífar

Hér er linkur á lista yfir þær vörur sem deildin er með á lager og einnig það sem deildin getur pantað 

 

 

Beltaprófskröfur

Hér er slóð á beltaprófskröfur deildarinnar