Nýtt – Eldra fréttarefni

Glæsilegur árangur hjá Aftureldingu um helgina Kári sigraði einliða B flokk örugglega 21-14 og 21-16 . Margrét Dís sigraði tvenndar B flokk 21-17 21-12 ásamt tvíliða B með Svanfríði 21-13 21-9

Photo

Photo

Photo

Elís Þór Dansson og Kristinn Breki Hauksson unnu í dag tvíliðaflokk u-15 ára á Vetrarmóti unglinga í TBR húsinu.

Photo

Ferðalag

Tvö börn í badmintondeild Aftureldingar hafa í sumar tekið þátt í Norrænum æfingabúðum í badminton á vegum landsliðshóps Íslands í badminton.
Arna Karen Jóhannsdóttir fór til Karlskrona í Svíþjóð ásamt fimm öðrum íslendingum í U15 landsliðshópnum og þjálfara og Guðmundur Ágúst Thoroddsen  fór til Ilulissat á Grænlandi ásamt sjö öðrum íslenskum krökkum á aldrinum 13-17 og fararstjóra. Í Svíþjóð voru sex þátttakendur frá hverju landi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi auk Íslands. Ferðin stóð yfir í fimm daga og voru stífar æfingar allan tímann. Farið var í skoðunarferð og m.a. siglt á 150 ára gömlum báti. Á Grænlandi voru auk Íslendinganna, átta þátttakendur frá Grænlandi og átta frá Færeyjum og danskur þjálfari.  Æfingabúðir sem þessar eru ætlaðar fyrir afreksspilara og eru spennandi tækifæri fyrir ungt íþróttafólk. Í búðunum á Grænlandi var dagskráin þéttskipuð, fjórar æfingar á dag og hvíld og afþreying inn á milli, mikilvægt hópefli og svo var farið í skoðunarferðir um svæðið sem heimsótt var.
Á myndunum má sjá að aðstæður voru mjög mismunandi, reyndar sumar og sól á báðum stöðum, en hitastigið ekki það sama! Ilulissat er á vestanverðu Grænlandi, 200 km fyrir norðan heimskautsbaug og Karlskrona er u.þ.b. 1100 km. sunnan við!

Tiltektardagur 2011

Frábær þátttaka var hjá badmintondeildinni á tiltektardaginn 5 maí. Blíðskapar veður tók á móti iðkendum og vandamönnum á víkingaleikvellinum í Leirvogstungunni. Þar sannaðist að mörg handtök gera erfitt verk, létt. Allir létu hendur standa fram úr ermum og skurðurinn meðfram reiðveginum hreinsaður á góðum tíma. Slíkur var eldmóðurinn í mannskapnum að hann var til að taka annað svæði (spurning hvort badmintondeildin taki ekki bara að sér önnur svæði á næsta ári) 🙂
Áfram Afturelding

Þeir iðkendur sem mættu voru og fá punkta fyrir:

Viktor Sindri, Mikael Rafn, Kristinn Breki, Þórunn Anny, Einar Logi, Bjarki Þór, Dagný, Arnór Ágústsson, Diljá, Stefán Ás, Jakob, Salka, Margrét Dís, Eydís, Arna, Guðmundur, Óli.

Ef einhverja vantar á listann, sendið þá mail á Stefán á : sas_f1@hotmail.com